safnið
opið allan sólarhringinn
Zombie var útvarpsþáttur Sigurjóns Kjartanssonar og G.L.Hjálmarssonar og starfaði (með hléum) frá 7. mars 2003 til 23. janúar 2004. Fyrst í stað var þátturinn sendur út á Xinu 97.7, en þegar þótti vera farið að slá í ungæðingslegt aðdráttarafl umsjónarmannana var stofnuð sérstök útvarpsstöð fyrir eldri rokkáhugamenn og hún kölluð Skonrokk. Þangað flutti þátturinn í ágúst 2003.

Listi yfir helstu atburði fyrstu 100 þáttanna má finna hér.

Mjög vönduð framhaldsleikrit voru gerð. Spennuleikritið Menntaskólamorðin með Erlingi rannsóknarlögreglumanni í forgrunni og gamanþættirnir Milli vöggu og grafar, sem fjölluðu um Gísla sem er 140 kg. og 160 á hæð og býr í hverfinu sem kallað er á milli vöggu og grafar. Hann vinnur á vörulager hjá Bræðrunum Ormson og er giftur 20 árum yngri fyrrverandi ungfrú Ísland puntkur is, Fríðu. Þess má geta að Fríða er gáfumenni en Gísli er vangefinn. Undir lok Zombie kom Sokkaleikhús minningana, spunaleikrit með sokkum gerð upp úr minningargreinum Morgunblaðsins. Aðeins tveir slíkir þættir fóru í loftið vegna harðra viðbragða hlustenda.

Þegar vel lá á mönnum voru gerðir Zombie topp 11 listar sem algengur eru í þáttum sem þessum.. Listarnir bera oftar en ekki merki þess sem var í "umræðunni" hverju sinni og eru kannski óskyljanlegir sumir í dag.

Hér eru Zombie topp 11 listarnir

Þegar á leið höfðu umsjónarmenn símeiri tilhneigingu til að vinna þáttinn "með rassgatinu". Zombie 11 varð því að Zombie Topp 9 listunum, enda tveim auðveldari.

Hér eru Zombie topp 9 listarnir

Zombie er dauður. Lengi lifi Zombie.