POPPPUNKTUR x 100
Systkinin Árni og Hrönn Sveinsbörn, ásamt Sindra Kjartanssyni, fengu þá hugmynd að gera "einhvers konar tónlistarspurningaþátt þar sem hljómsveitir kepptu við hvora aðra". Þetta hefur líklega verið 2001 og Skjár einn var í gríðarlegu stuði. Þau voru með þá pælingu að fá bæði mig og Arnar Eggert til að vera með þáttinn, en Arnar datt einhverra hluta vegna fljótlega út og líka þau Árni og Hrönn. Löngu síðar, jafnvel heilu ári, sátum við Sindri á fundi með leikkonunni Bryndísi Ásmundsdóttir sem átti að vera með þáttinn ásamt mér. Þessi fundur var á Ruby Tuesday í Skipholti eins og allir fundir sem eitthvað tengdust Skjá einum á þessum tíma (og kannski enn?) Bryndís þótti ekki alveg málið svo við funduðum næst með Felixi og hann small svona líka inn. Var þá ekkert að vanbúnaði að byrja bara á þessu.


PP1 2002 - 15 þættir + 1 nördaþáttur = 16 þættir
Fyrsti þátturinn af Popppunktur var sýndur 14. sept. 2002. Stuðmenn skíttöpuðu fyrir Í svörtum fötum. Í fyrstu vísbendingaspurningunni var spurt um Bob Geldof. Ég man að mér fannst skrítið að Jakob Magnússon hélt að Sex Pistols væri Motorhead. Við vorum ekkert vissir um að við fengjum að gera PP aftur svo við vorum með allar helstu stórkanónur poppsins í þættinum. Þátturinn var eins byggður upp og núna nema við vorum ekki með Popphjól heldur buðum upp á Hopp & Popp, Pílupopp og Glímupopp. Í fyrstu seríunni var reynt að stæla Kontrapunkt með liðnum "Kontraspjallið", en það gafst illa og var fljótlega lagt af. 
Ham vann Rokksveit Rúnars Júl í æsispennandi úrslitaleik. Leikmyndin þetta fyrst ár var mjög litrík og Stundar okkar-leg og var allnokkuð grín gert að henni. Kynningarefni fyrir þættina var búið til á Ölveri, en þar sungum við Felix saman í karókí. Þetta season var ég í nýrri havaí-skyrtu í hverjum þætti. Þetta er eina seasonið sem ég hef verið í havaí-skyrtum, en samt heldur fólk ennþá að ég sé alltaf í havaí-skyrtum.


PP2 2003 - 15 þættir + 1 nördaþáttur = 16 þættir
Fyrsta serían gafst svo vel að ný syrpa fór í gang ári síðar, 13. sept 2003. Þetta gekk fyrir sig samkvæmt venju og stóð hljómsveitin Ensími uppi sem sigurvegari. Þar vóg framlag Kristins Gunnars Blöndal þungt og sló hann í gegn sem algjört poppnörd. Nú var komin ný rándýr leikmynd sem Langi Seli bjó til í rokkfílingi og meðal nýjunga var ægiflott Popphjól. Kynningarefni var tekið í Þjóðleikhúskjallaranum.


PP3 2004 - 4-spinoff þættir + 15 þættir = 19 þættir
Nú var Popppunktur á blússandi flugi á Skjá einum. Þann 17. janúar, nokkrum vikum eftir að Ensími sigraði annað season, hófst fyrsti "spin-off" leikurinn. Boðið var upp á fjóra slíka, Stjórnarmeirihluti vann stjórnarandstöðu, leikstjórar unnu leikara, gagnrýnendur unnu rithöfunda og Stöð 2 vann Rúv. Svo byrjuðu 16 bönd að keppa og 15 leikjum síðar stóðu Geirfuglar uppi sem sigurvegarar. 


PP4 2005 - Stjörnumessa - 1 útsláttarleikur + 15 þættir + 1 Manchester leikur = 17 leikir
Eftir nokkurt hlé (meira en ár), snérum við aftur með "Stjörnumessu" - öll bestu liðin úr hinum þremur keppnunum. Fyrst fengu þó 4 ný bönd að reyna að komast að og komust Jan Mayen og Brúðarbandið upp úr því. Eftir æsilega keppni stóðu Milljónamæringarnir uppi sem sigurvegarar. Einhverju síðar fóru Icelandair að fljúga til Manchester og því þóttu upplagt að smella inn einum þætti þar sem aðeins var spurt um músík frá Manchester og Liverpool. Strákarnir á Radíó-X unnu Rásar 2 fólk í þeim leik. Benedikt Nikulás Anes Ketilsson var pródúser PP4 en Sindri Kjartansson hafði verið með fyrstu 3.


PP5 2009 - 15 þættir + 1 nördaþáttur = 16 þættir
Eftir ýmsar tilraunir til að endurvekja Popppunkt fengum við loks inni á Rúv. Þar bjó Jakob Jóhannsson til leikmynd fyrir allan peninginn og Helgi Jóhannesson pródúserar af algjörri snilld. Ljótu hálfvitarnir rúlluðu þessari seríu gjörsamlega upp og settu stigamet sem enn stendur, 48 stig (á móti Sprengjuhöllinni, sem fékk samt heil 36 stig).


PP6 2010 - 15 þættir + 1 flippþáttur = 16 þættir
Meira Popppunkts-stuð sumarið 2010. Lights on the Highway stóðu uppi sem sigurvegarar. Hörkuleikir fram að því og frábær flippþáttur þar sem Mið-Ísland og Fóstbræður fóru á kostum.
 

Hljómsveitirnar sem hafa verið í Popppunkti (í stafrósröð):
200.000 naglbítar
Á móti sól
Agent Fresco
Áhöfnin á Halastjörnunni
Apparat
Árstíðir
Atómstöðin
Baggalútur
Bara flokkurinn
Benny Crespo's Gang
Bjartmar og Bergrisarnir
Bloodgroup
Borgardætur
Botnleðja
Brain Police
Breiðbandið
Brimkló
Brúðarbandið
Brunaliðið 
Búdrýgindi 
Buff 
Buttercup 
Dúkkulísurnar 
Elektra 
Ensími
Eurobandið 
Feldberg
Fjallabræður
FM Belfast 
Fræbbblarnir
Geirfuglarnir 
Gildran
Gus Gus 
Ham
Heitar lummur
Hellvar
Hjálmar
Hjaltalín
HLH flokkurinn
Hvanndalsbræður 
Í svörtum fötum
Írafár
Jagúar 
Jan Mayen
Jeff Who? 
Kátir piltar
KK band
Land og synir
Lights on the Highway
Ljótu hálfvitarnir
Logar
Mammút
Maus 
Milljónamæringarnir
Mínus 
múm 
Ný dönsk 
Papar 
Pops 
Reykjavík!
Ríó tríó
Risaeðlan 
Rokkbræður 
Rokkslæðan
Rokksveit Rúnars Júl 
Sálin hans Jóns míns
Sigur Rós
Singapore Sling
Ske
Skítamórall
Skriðjöklar
Sniglabandið
Spaðar 
Sprengjuhöllin 
Spútnik
Sssól 
Stuðmenn 
Sú Ellen 
Sykurmolarnir 
Trabant 
Veðurguðirnir 
Vínyl
XXX Rottweilerhundar 

83 bönd takk fyrir!