MERKILEGT NOKK
 
Jónas var graðasti maður í heimi, alla vega á Íslandi. Metið hjá honum var 17 sinnum á dag. Málið er bara að Jónas var ljótur og feitur og metið hafði verið sett með hnefanum einn sumardag þegar Jónas hafði náð í eina virkilega svæsna á leigunni.
Jónas var að vinna með mér í tölvubúðinni og það brást ekki að alla mánudagsmorgna kom hann prakkaralegur til mín og spurði: Jæja stráksi, varstu eitthvað að refsa um helgina?
Þetta fór dálítið í mig, sérstaklega af því eg er nú ekki beint neinn draumaprins og heldur rýr hjá rnér afrekalistinn. Ég hummaði því oftast spurningu Jónasar fram af mér og hlunkurinn fór að ljúga einhverjum fáránlegum afrekssögum. Í eitt skiptið sagðist hann t.d. hafa tekið þrjár menntaskólastelpur í einu og í annað sinn laug hann að allri búðinni að hann hefði komist í feitt á fimleikamóti og afmeyjað fimleikafélagið Gerplu eins og það lagði sig. Auðvitað trúði honum enginn og hann visss það vel, en honum þótti gaman að röfla endalaust um klofið á sér þegar lítið var að gera.
Ég datt oft íða með karlinum og þá gat hann orðið ansi einlægur. Einu sinni féll hann saman og vældi heilt kvöld um litla bróður sinn sem hafði drukknað í tjörninni þegar þeir voru litlir. En það var undantekning – oftast var hann rosalega hress og skemmtilegur og reyndi við allar píur sem hann sá með engum árangri auðvitað. Ég held svei mér þá að eina konan sem hann hefur komist upp á, fyrir utan nokkrar hórur í útlöndum, hafi verið einhver Bubba sem bjó í Hátúni og svaf með öndunargrímu. Merkilegt nokk talaði hann aldrei um þetta en mér tókst með lægni að veiða söguna upp úr honum á fulliríi.
Í gær duttum við Jónas í það saman. Við byrjuðum auðvitað heima hjá honum og Jónas veitti vel úr skápnum. Það er alltaf megn harðfisklykt inni hjá honum þó aldrei sæi ég harðfisk. Jónas var alltaf með eitthvað djarft í tækinu og var ekkert feiminn við að vippa göndlinum út og fá sér stroku ef honum geðjaðist að efni myndarinnar. Karlinn var þó alltaf hreinlegur og lét gutlið vætla í blað af eldhúsrúllu, en mér fannst þetta frekar mikill dónaskapur við gesti og fór fram í eldhús og fletti Mogganum á meðan. Hann vildi auðvitað fá mig til að strokka líka – ég veit að sumir kunningjar hans hafa tekið þátt í þessu með honum – en ég hef aldrei rúnkað nema einsamall og er í engu stuði til að breyta út af þeirri venju núna, hálf þrítugur maðurinn. 
Mér fannst þetta hálf vandræðalegt til lengdar. Við vorum kannski að tala saman en allt í einu stekkur karlinn að tækinu, kveikir á einhverju klámi og byrjar að toga i gömlu túttuna. Þetta var nú aldrei oftar en svona þrisvar, fjórum sinnum á kvöldi en samt, mér hundleiddist að lesa gamla Mogga því karlinn var alltaf helvíti lengi að þessu – oft upp í korter. Merkilegt nokk virtist Jónas hafa stjórn á sér í vinnunni en a pöbbum var hann oft eitthvað að bardúsa undir borðum.
Við byrjuðum auðvitað á að kíkja á Ventilinn eins og alltaf. Ventillinn er lókal búlla stutt frá Jónasi og oft kátt á hjalla þar. Jónas þekkti eigandann og við gátum skrifað bús eins og við vildum. Eftir þrjá eða fjóra bjóra – ég man það ekki – tókum við taxa oní bæ og enduðum að sjálfssögðu á Kjammanum, enda topp pleis og alltaf dúndur stuð þar þó klósettin séu kannski ekki alltaf vel fægð. 
Þessi fyllirí eru nú alltaf voða svipuð. Við þrömmum um staðinn, upp og niður, fram og til baka og hittum stráka sem við hittum. Stulli og Dóri Hemm í Safnarabúðinni voru þarna auðvitað og alltaf í góðu stuði. Maður blakkátar oft á Kjammanum og það er bara betra, en í gær hélt ég mér sæmilega á mottunni og merkilegt nokk var Jónas temmilegur líka. Það er nú ekki oft sem við hittum naglann á höfuðið í drykkjunni en í gær drapst hvorugur okkar en samt vorum við í rosalega góðu stuði. 
Maður spottar auðvitað alltaf helling af girnilegum píum en það er eins og þær sjái kúk í jakkafötum þegar ég reyni að gefa mig á tal við þær. Ég er löngu hættur að þola þennan fýlusvip og löngu hættur að reyna við stelpur. Ég sit bara út í horni, reyki mína líkkistunagla, reyni að sýnast kúl og lifi í þeirri von að einhver pía komi og gefi sig á tal við mig.
Í gær datt ég svo loksins í langþráða lukkupottinn, eða það hélt ég allavega þegar þessi fjallhressa og myndarlega stelpa kom til mín í hornið og sníkti rettu og eld. Hún var útlensk en talaði góða íslensku og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég gaf henni rettu og spjallaði við hana og fyrr en varði var hún komin á punginn á mér og gaf ýmislegt í stuð með nuddinu. Mér blýstóð auðvitað og hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar hún teymdi mig á pungnum yfir dansgólfið, niður stigann og út.
Við vorum lögð á stað upp brekkuna þegar ég heyrði kallað á eftir okkur: “Hei, bídd’eftir mér!”
Hvað heldurðu, jú jú, auðvitað var á Jónas á fleygiferð á eftir okkur, næstum froðufellandi af greddu. Stelpunni virtist alveg sama þó Jónas elti okkur en mér fannst þetta ekkert sniðugt, vildi fá að gæða mér á gripnum í friði. Við drösluðumst inn í taxa, við tvö aftur í og nú komin í svaka sleik, en Jónas allur á iði fram í, másandi eftir hlaupið en ótrúlega þögull og starði bara á mælaborðið. 
Fyrir framan blokkina sem hún bjó í reyndi ég fimlega að losa mig við Jónas en hann var alveg að springa og læddi fimmþúsund kalli í vasann á mér, og svo öðrum, svo ég vorkenndi honum og hleypti honum með okkur inn. 
Við sátum í stofunni og spiluðum Stuð stuð stuð en pían var ekkert að tvínóna við þetta og leiddi mig inn í herbergið. Við klæddum okkur úr, eitt leiddi af öðru og fyrr er varði var hún komin oná mig og byrjuð að skaka sér fimlega fram og aftur. Sítt kolsvart hárið makaðist framan í mig og ég kreisti smávaxin brjóstin sem dingluðu í rökkrinu.
Þegar ég var næstum búinn að fá’ða heyrði ég skrölt við gaflinn og sá Jónas, búinn að klæða sig úr öllu nema sokkunum, sem hann reyndi að ná af sér með afmyndað glott á rauðu andlitinu. Auðvitað linaðist ég allur en stelpan trylltist oná mér – ekki af bræði út í Jónas, eins og manni hefði nú fundist eðlilegast – heldur af greddu og ég sverða að ég fann lykt af brenndum hjólbörðum gjósa upp úr náranum á mér. 
Þegar þarna var komið við sögu var ég orðinn helvíti dasaður og gat bara stundið upp máttlausu pípi þegar öll hundrað og fimmtíu kílóin af Jónasi skriðu upp á bakið á þeirri útlensku. Hún vældi þegar Jónas tengdi framhjá og hann riðlaðist á henni og hún á mér. Ég var auðvitað orðinn blár á botninum, alveg að drepast og löngu orðinn mállaus af mæði og andarteppu. Þarna hefði ég hæglega getað kramist til dauða.
Til allrar hamingju fyrir mig heyrði ég nú hurðina opnast og sá út undan mér tvö leðurstígvél hraða sér yfir gólfið. Næstu augnablik líða mér seint úr minni: Jónasi var grýtt af stelpunni, hún ein tauga- og gredduhrúga æpandi ofan á mér, því auðvitað var þetta kærastinn hennar, nýstrokinn úr steininum og gjörsamlega trylltur af illsku. Ég náði að klæða mig í nærbuxurnar, hljóp út úr íbúðinni og í einum spretti heim til mín í Fossvoginn.
Svona er nú sagan, kæri yfirlögregluþjónn, og ég get borið kennsl á líkið ef þú vilt. Trúðu mér: Ég er búinn að sjá þetta typpi sem þú hefur þarna í krukkunni margoft, það er ekki um að villast; þetta er pylsan af Jónasi. Merkilegt nokk bjargaði Jónas lífi mínu. Kærastinn hefði örugglega skorið undan mér og kálað mér ef Jónas hefði ekki verið þarna.  
Hann Jónas verður örugglega sá fyrsti sem maður sér þegar maður fer yfir móðuna miklu. Hann verður örugglega með allt úti þegar við hittumst og heilsar með gömlu “Jæja stráksi, varstu eitthvað að refsa um helgina?”-setningunni. Blessaður karl djöfullinn…

Birtist upphaflega í tímariti SSSól, 1992.