Geislaplötur međ Insol:
Plöturnar fást hjá Smekkleysu, Havarí eđa hjá listamanninum sjálfum. INSOL á FACEBOOK.


1. Insol
Útgáfudagur 3. desember 1998. Útgefandi Framtíđ. Hljóđritađ í Fellahelli međ Adam Wright.
Á fyrstu sólóplötu sinni flytur Insol ellefu lög eftir gođiđ sitt, Bob Dylan, og eitt Bítlalag ađ auki, She loves you. Alls tólf lög. 


2. Hiđ mikla samband
Útgáfudagur 22. desember 1999. Útgefandi Framtíđ. Hljóđritađ í September međ Hafţóri Guđmundssyni.
Strax á annarri sólóplötu sinni demdi Insol frumsömdum lögum yfir grunlausa hlustendur. Á ţessari plötu er Insol í miklum Nýals-gír og undir sterkum áhrifum frá Dr. Helga Pjeturss. Fyrsta lagiđ á plötunni er poppsmellurinn Hvenćr mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöđ? Alls tíu lög.


3. Blóm, friđur og ást
Útgáfudagur 8. desember 2000. Útgefandi Framtíđ. Hljóđritađ í Stelpu.
Insol í náttúruverndarlegum fílingi. Hann leikur á kassagítar og munnhörpu auk ţess ađ syngja. Međal laga eru Visthrun, Haltu áfram ađ trúa á tćknina og hiđ magnađa titillag. Alls tíu lög.


4a. Jafnréttiđ er eina svariđ
Útgáfudagur 3. desember 2001. Útgefandi Framtíđ. Tekiđ upp í Stelpu.
4b. Jafnréttiđ er eina svariđ
Útgáfudagur 3. desember 2001. Útgefandi Framtíđ. Tekiđ upp í Stelpu.
Tvćr útgáfur eru til af ţessari fjórđu plötu Insols. Á ţeirri fyrstu eru lögin leikin á gítar, en á ţeirri seinni er hljómborđ komiđ til skjalanna. Hér er mikiđ sungiđ um konur og hvernig eigi ađ elska ţćr. Einnig er sungiđ um jafnrétti. Alls fimmtán lög.


5. Fyrri byggđir
Útgáfudagur 15. október 2002. Útgefandi Framtíđ. Tekiđ upp í Stelpu.
Platan hefst á poppsmellinum Er ég ekki of gamall fyrir ţig? og inniheldur ađ auki fleiri stutta smelli. Einnig er hér lengsta lag Insols á plötu (og á hann ţó mörg gríđarlega löng lög), Endurminningin lifir ađ eilífu (37:15). Alls tíu lög.


6. Viđ viljum jafnrétti
Útgáfudagur 22. október 2002. Útgefandi Framtíđ. Tekiđ upp í Stelpu.
Ađeins viku á eftir plötu nr. 5 kemur plata nr. 6. Hér er kassagítarnum lagt á hilluna í bili og forláta skemmtari brúkađur í stađinn. Alls tíu lög og eru taktarnir gefnir upp í sviga fyrir aftan nafn lags (swing, jazzrock, o.s.frv.)


7. Jafnréttiđ er framtíđin
Útgáfudagur 3. nóvember 2003. Útgefandi Framtíđ.
Diskur sem styđst viđ óútgefiđ efni, teknu upp á árunum 1998 - 2001, einskonar „bland í pok. Hér eru bćđi lög leikin á hljómborđ og kassagítar, en einnig eru tvö lög tekin upp međ međlimum í Blóđtakti (Steinn Skaptason - trommur, Brjánn Birgisson - bassi) áriđ 1998.


8. Viđ eigum ađ samstillast öll
Útgáfudagur 10. nóvember 2003. Útgefandi Framtíđ. 
Lög tekin upp á tímabilinu 1998 - 2003. Hér eru lög úr unnin upp úr frćđum Nýalssinna. Insol leikur á kassagítar og munnhörpu auk ţess ađ syngja.


9. Ţađ og ţađ
Útgáfudagur 18. nóvember 2009. Útgefandi Framtíđ. 
Eftir langt útgáfuhlé snýr Insol blessunarlega aftur međ plötu og ekki eina heldur tvćr. Ţessi er tekin upp í Stelpu frá 21. apríl til 12. nóvember 2008. Insol leikur á gítar, munnhörpu og hljómborđ auk ţess ađ syngja. Sum lögin voru samin 1997, en önnur 2008 undir áhrifum frá bankahruninu, til ađ mynda Bankafylliríiđ er búiđ og Borgađu fyrir burgeisana. Áleitiđ verk. 


10. Ísland skal aría griđarland
Útgáfudagur 25. nóvember 2009. Útgefandi Framtíđ. 
Söngur, gítar og munnharpa: Insol. Hljóđritađ í Stelpu frá apríl til október 2009. Insol endurskođar arfleiđ Ţriđja ríkisins og bendir á nauđsyn ţjóđernisstefnunnar. Hér má finna međal annars lögin Adolf Hitler og Ţađ er Baldur, Baldur, Baldur.  


A1 Insol - Hátindar
Útgáfudagur: Des. 2009. Útgefandi Brak (#10).
Helstu lög meistarans (ađ mínu mati). 18 laga masterpís af öllum 10 plötum Insols til ţessa. Ljómandi góđur stađur til ađ byrja á. Fćst á GOGOYOKO og ţađ er fjallađ um hana á heimasíđu Braks.


11. Ég er laus undan losta og synd
Útgáfudagur 5. desember 2010. Útgefandi Framtíđ.
Söngur, gítar, munnharpa: Insol. Hljóđritađ í Stelpu frá janúar til martz 1999. Hér er Insol á trúarlegum nótum og ber efniđ ţannig á borđ ađ hlustandinn veit aldrei hvort hann sé ađ játa trú sína eđa ađ gera grín á henni. Inniheldur 14 lög, ţ.á.m. lagiđ Veitztu hverjir eru eigendur ţessa mannkyns? sem er 37:48 mínútur.


12. Ein hjúskaparlög fyrir alla
Útgáfudagur 8. desember 2010. Útgefandi Framtíđ.
Söngur, gítar, hljómborđ: Insol. Hljóđritađ í Stelpu frá 9. janúar 2008 til 21. júlí 2008. Enn ein "skemmtaraplata" frá Insol. Ađ ţessu sinni veltir hann fyrir sér jafnrétti kynjanna (sem hann hefur nú svo sem gert áđur). 14 lög.


13. Kristur kemur
Útgáfudagur 12. des 2010. Útefandi Framtíđ.
Söngur, gítar, munnharpa: Insol. Hljóđritađ í Stelpu júlí 2001. Trúarsöngvar a la Insol. Líkist plötunni Ég er laus undan losta og synd, nema hér er mikiđ sungiđ um "Grillarann", sem var áđur víđsfjćrri. Einnig koma húđflúr viđ sögu. 14 lög.


14. Ísland fyrir útlendinga
Útgáfudagur 15. des 2010. Útefandi Framtíđ.
Söngur, hljómborđ: Insol. Hljóđritađ í Stelpu í janúar júlíloka 2010. Nýjasta efni Insol til ţessa er á ţessari hressilegu plötu. Meistarinn svissar á milli stíla og tekur fram í sviga um hvađ er ađ rćđa í hverju lagi (vókalpopp, reif, ţungarokk o.s.frv.). Kynţáttamál eru umfjöllunarefn textana og ljóst hvert Insol vill stefna í lögum eins og Ísland verđi alveg svart og titillaginu. 12 lög, ţ.á.m. lengsta lag Insols á plötu til ţessa, Mennirnir urđu allir svartir (38:23).