1. Homo Sapiens hér    - VIDEÓIÐ ER HÉR
2. Nýtt líf #107 & 112 (læf Rás 2 í fyrra) hér
3. Skjóðan (demó outtake) hér
4. Ballaða fyrir borvél og brostnar vonir (demó outtake) hér

Apar í skóginum
kviðu ekki vetrinum
þeim lá aldrei á
og hugsuðu bara smá
svo stækkuðu heilarnir
og þá komu allir fokking feilarnir
því hausar fylltust af tómri vitleysu
trúarbulli og stjórnmálaþvælu - hei!

Ég og þú
já við getum öfundað hina apana
að ver'ekki homo sapiens

hú hú homo sapiens

Í álverksmiðju
á gleðipillu
aumingja sapiens
er kominn á lokaséns
en hinir aparnir
þeir verða aldrei svona þunglyndir
því að þeir hafa bara ekki vit á því
og gera bara það sem eitthvað vit er í - hei!

Ég og þú
já við getum öfundað hina apana
því við erum homo sapiens

hú hú homo sapiens