Dr. Gunni gigg

02.12.09    Kringlukráin
Við þrír hitum upp fyrir Dónadúettinn. Tökum sex lög: Satan, Britney, BSÍ, Blindhæð, Öxnadalsheiði og Prinsessan mín. Svokallað in and out job. Fæ eina appelsín fyrir (í gleri í glasi með klaka).

23.10.09    Dalabúð, Búðardal
Bændahátíð. Fáum borgað í kjöti. Fáum mat þegar við mætum og spilum á eftir Black sheep. Gott stuð og Prumpulagið. Svo koma Grjóthrun og fleiri bönd fram á morgun, Fm belfast og fleira fínerí. Við erum þó farin heim. Kem í kotið á miðnætti.
 
24.09.09      Nasa
Þetta er tónlistarhátíðin Réttir. Við spilum með Megasi 6 Senuþjófunum og Hjálmum. Byrjum á slaginu 9 (Haukur að Morðingjast í næsta húsi strax á eftir), en það er samt slatti kjöt í húsinu og fínt gigg. Lög: Síðasta fyllirríð, Satan konungur apanna, Píkan á Britney Spears, Bubbi Morthens, BSÍ, Góða nótt, Skipulagðri leit hefur verið hætt, Dyndótt, Einbreið brú / Blindhæð og brú, Buski, Prinsessan mín.

04.09.09.    Grand Rokk
Í tilefni af útkomu Inniheldur. Á bassa er Haukur Morðingi. Kristján Freyr á trommur. Ég syng og spila á gtr. Á undan spila Blóð, Insol og Hellvar. Fínasta mæting (61.000 kass) og ágætis stuð. Prógramm: Verum góð við hnakkana / Satan konungur apanna / Píkan á Britney Spears / Bubbi Morthens / BSÍ / Góða nótt / Skipulagðri leit hefur verið hætt / Ófæddar / Dyndótt / Ungakaka / Við Hekluskiltið / Einbreið brú / Blindhæð og brú / Elskaðhata / Svo 2007 / Prinsessan mín + Homo Sapiens / Konurnar í lífi Errós / Algjör þögn / Bygg. Fyrr um daginn höfðum við spilað læf á Rás 2: BSÍ, Píkan á Britney Spears, Bygg og Prinsessan mín.

24.02.08    Nasa
Á undan Hayseed Dixie og Baggalút. Grímur á bassa, Biggi á trommur. Óttarr Proppé spesíal gest. Helvítis gráðugu fífl, Handrukkarar lýðræðisins, Legókubbar auðvaldsins, Gamli góði Villi, Hvar ertu nú?

03.10.07    Söngskáldakvöld FTT á Dómó
Jakob Frímann eggjar mig til þáttöku. Er heiðursgestur. Spila á kassagítar og syng, Biggi á trommur. Spilum Síðasta fylliríið í Kastljósi. Síðan þegar Valgeir Guðjónsson og Biggi í Maus hafa lokið sér af: Heimavistin Helvíti / Píkan á Britney Spears / Bubbi Morthens / Ég og heilinn minn / Aleinn í bíó / Homo sapiens / Ég dansa við lík / Verum góð við hnakkana / Öxnadalsheiði / Síðasta fylliríið.

04.08.06    Innipúkinn 2006, Nasa
Spilum upp úr þurru og byrjum skrallið stutt. Valdi á gítar. Dr. Gunna þema / Snakk fyrir pakk / Bubbi Morthens / 2005 / Homo sapiens / Helmút. Hið fínasta gigg þrátt fyrir fámenni svona snemma.

15.07.06    Eistnaflug, Neskaupsstað
Með slatta af metal og pönkböndum, m.a. Sólstöfum sem spila á undan okkur, Changer sem spila á eftir okkur, Innvortis (fæ lánaðan bassann þeirra) og Morðingjunum. Spila á bassa því Grímur er í útlöndum. Gerum ágætt gigg sem er það fyrsta sem sonurinn sér pabba sinn á. Spilum nýtt, Stóra hvell, SHDraum og Bless, eða þetta: Dr. Gunni þema / Ég hata að elska að hata þig / 2005 (aka Kókaín, arðsemi, taka í rass) / Bubbi Morthens / Homo sapiens / Fyrir 100 árum / Erró / Snakk fyrir pakk / Grænir frostpinnar / Helmút / Öxnadalsheiði / Ástfangi / Algjör þögn.

30.07.05    Innipúkinn 2005, Nasa
Kl. 18, alveg viðunandi gigg. Spilum: Skipulagðri leit hefur verið hætt, Bubbi Morthens, Aleinn í bíó, Á eyðieyju, Kókaín, arðsemi, taka í rass, Homo, BSÍ, Öxnadalsheiði. Jonathan Richman er stjarna kvöldsins!

07.04.05    Megas LX í Austurbæ
Tökum Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu. Tekst vel og er gaman.

18.11.04    The Fall tónleikar á Grand rokki
Aftur með The Fall og Vonbrigði. Sveitt og suddalegt drullugigg en dúndurstuð! Eitthvað fokk með snúrur sem skilar sér í þotuhreyfli á sviðinu um tíma. Sirka 150 manns. Dr. Gunni þema, Ég elska að hata, Safarí ‘84, Mjallhvít, Erró, Mónakó, Eyðimörk, Ástfangi, Homo sapíens, Helmút á mótorhjóli, Snakk fyrir pakk

17.11.04    The Fall tónleikar í Austurbæ
Spilum með The Fall og Vonbrigði á frábæru giggi. Tökum bara sex lög: Mexikó, Á eyðieyju, MJALLHVÍT, Fyrir 100 árum, Glæpur gegn ríkinu, Ástfangi

15.10.04    Ísfirska nýbylgjan!, Iðnó
Kaldur salur en sæmilegt gigg þó: Aleinn í bíó, Á eyðieyju, Hómó, Fyrir 100, Erró, Glæpur gegn ríkinu (sem engin þekkir, en átti að vera rosa kúl).

22.04.04    Broadway, Rvk
Upphitun fyrir Violent Femmes sem spila árum saman, tvo tíma altso, en eru alveg ókei þó gítardvergurinn og bassarumurunn hafi víst ekki talast við í 10 ár og þurfi að fljúga í sitthvorri vélinni. Bassagaurinn er eitthvað að röfla við okkur baksviðs og framkvæmd er öll hin bestasta hjá Cotton Cadavers. Nú bregðum við á það ráð að fá sönghópinn Skufsuna til að syngja með í 2 síðustu lögunum, en prógrammið er annars Stóri hvellur, Aleinn í bíó, Hvalfjörður '78, Fyrir 100 árum, Öxnadalsheiði, Mónakó, Snakk fyrir pakk, Á eyðieyju, Hómó sapíens.

10.04.04    Aldrei fór ég suður, Ísafirði
Stórhátíð Muga og Mugison með The 9/11s, Appolo, BMX, Dóra Hermanns, The Funerals, A. Moore Gus Gus DJs, Hadda Bæjó, Hudson Wayne, Jóa 701, Kippa Kanínus, Mugga, Mugison, Sigga Björns BigBand, Singapore Sling Djs, Skúla Þórðar, Steindóri Anderssen, The Lonesome Traveller, Trabant o.fl. Spilum uppúr miðnætti fyrir mannmergð. Geysistuð. Siggi Singapore hristir með okkur og Baddó bæjarróni stígur á stokk. Svaka rokk.

19.03.04    Gaukurinn, Rvk
Gigg til styrktar Xinu og Jack Daniels, sem á mjög undir högg að sækja. Gríðarskemmtilegt og rosa stuð, spilum fyrir hressa X-krakka sem hafa líklega ekki séð okkur áður. Lög: Dr. Gunni þeman / Ég hata (að elska að hata þig) / Boston / Heimsk ást / Stillansar / T / Meira meira Stuð / Safarí '84 / Alltaf meir / Fyrir 100 árum / Homo Sapiens / Snakk fyrir pakk + Algjör þögn / Ásftangi

28.02.04    Gamli baukur, Húsavík
Timburhús með hangandi dóti í loftinu. Hinir ungu Copy of the Clone hita upp. 17 borga sig inn. Fámennt en mjög góðmennt.

27.02.04    Sjallinn, Akureyri
Ásamt Skyttunum og Hvanndalsbræðrum. Mæting hátt í 100 manns. Þröstur bassafantar á svæðinu og Oddný systir og Elma frænka. Trommuleikarinn úr Stuðkompaníinu sér um sándið.

26.02.04    Grand rokk, Rvk
Enn eitt giggið á Grand rokk. Aðsókn svona og svona, en aðallega svona. Gífurlegur hávaði og suð frameftir næsta degi. Frumflutningur á lögunum Ég hata (að elska að hata þig) og Meira meira stuð.

25.02.04    Diskódagar í MH, Rvk
Í hádeginu. Slæðingur af liði og þokkalegt stuð. Slátrum laginu Boston, eða "MH vinnur MR í Gettu betur" eins og það heitir í dag. 8 lög eða svo. 25kall.

11.02.04    Cambódíukrakkagigg í MS, Rvk
Með Búdrýgindi, Jan Mayen og 200.000 naglbítum. Fámennt en góðmennt og stuðmennt. Tökum 8 lög. Til góðgerðamála.

20.12.03    Stóri hvellur útgáfutónleikar, Grand rokk, Rvk
Kl. 23:59. Magnað stuð og stöð... Tökum allt sem við kunnum, þar á meðal einhverja djamm útgáfu af "Algjör þögn" sem við æfðum í sándtékkinu. Helvíti gott! Lög: Dr. Gunni þeman / Eftir 100 ár / Mikilvægasti maður í heimi / Stóri hvellur / Heimsk ást / Fyrir 100 árum  / T / Öxnadalsheiði / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Snakk fyrir pakk / Hvalfjörður '78 / Stillansar / Safarí '84 / Alltaf meir / Eyðimörk / Á eyðieyju / Grænir frostpinnar / Homo Sapiens / Má ég vera með þér + Undo / Helmút á mótorhjóli / Mónakó (ásamt Öddu) / Algjör þögn / Ástfangi

20.12.03    Smekkleysukvöld, Gaukur á stöng, Rvk
Kl. 22. Rennum í keyrslu í 6 lög. Fámennt en engu að síður þokkaleg viðbrögð

18.12.03    Xmas á Nasa, Rvk
Tökum örfá lög en einnig frumsamda jólalagið "Jólasnjór". Viðtökur þolanlegar.

13.11.03    Stefnumót Undirtóna, Grand rokk, Rvk
Með 200.000 naglbítum. Mæting sæmileg en stemming góð. Höfum étið á Ruby Tuesday skömmu áður og prógramm því silalegt framan af. FHljómsveitin lék þessi lög: Heimsk ást / Safarí / Ímelda Markos / Alltaf meir / Undo / Hvalfjörður / Stillansar / Á eyðieyju / Stóri hvellur / Erró / Fyrir 100 árum / Snakk fyrir pakk / Homo Sapiens + Öxnadalsheiði

30.10.03 Smekkleysukvöld, Nasa, Rvk
Með Kimono, Maus og videóverkum eftir Einar Örn. Alltof stór staður fyrir þessa tæplega 100 sem mæta. Slappt og dauft. Spilum lög af Stóra hvelli auk Dr. Gunni þemunnar og Biggi í Maus syngur Ástfanga í lokin.

16.10.03    Airwaves 2003, Grand Rokk, Rvk
Þegar við mætum (kl. 23:30) er ekki kjaftur á staðnum enda hafði hljómsveitin Santa Barbara dottið úr skaptinu. Kofinn fyllist þó þokkalega þegar klukkan slær 12 og við tökum: Heimsk ást / Homo Sapiens / Fyrir 100 árum / Stóri hvellur / Stillansar / Á eyðieyju / Alltaf meir / Snakk fyrir pakk / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Safarí '84. Erum klappaðir upp og tökum þá: Öxnadalsheiði og Ástfangi. Ágætis gigg.

02.08.03    Innipúkinn 2003, Iðnó, Rvk
Innipúkinn 2003 heppnast svona líka glæsilega. Troðið út úr dyrum og uppselt og allir í góðu tschjilli við tjörnina í steikjandi bongóblíðu. Allir eru æðsilegir en það er: Dj. Ostur, Dj. Talnapúki, Dj. Bibbi, Lovers without lovers, Innvortis, Hudson Wayne, Mugison, Egill Sæbjörnsson, Rúnk, Dr. Gunni, Botnleðja, Trabant. Spilum á miklu blasti án þess að stoppa: Dr. Gunni theme / Ég dansa við lík / Homo sapiens / Á eyðieyju / Heimsk ást / Stóri hvellur / Fyrir 100 árum / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Alltaf meir / Helmút á mótorhjóli / Ástfangi / Eyðimörk / Snakk fyrir pakk.

01.08.03    Garður 12 tóna, Rvk
Kynningargigg fyrir Innipúkann 2003. Við og Rúnk í sólinni í garðinum hjá 12 tónum. Ofsa fjör. Stóri hvellur / Á eyðieyju / Alltaf meir / Grænir frostpinnar / Snakk fyrir pakk.

10.04.03    Grand Rokk, Rvk
Platan leikin á einu bretti. Þokkaleg mæting miðað við fimmtudagskvöld og 5000 krónur í vasann á kjaft. Þess má geta að öll mín persónulega innkoma og meira til fór í hárgreiðslu fyrir Lufsuna. Lög: Hvalfjörður '78 / Fyrir 100 árum / Stóri hvellur / Heimsk ást / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Safarí '84 / Undo / Homo sapiens / Alltaf meir / Snakk fyrir pakk / Imbox / Eftir 100 ár / Stillansar / Má ég vera með þér + Mikilvægasti maður í heimi / Mónakó

13.02.03    Gaukurinn, Rvk
Kiddi burt! kveðjuhóf fyrir Kidda kanínu. Grímur er í Danmörku svo ég er á bassa. Spilum bara þrjú lög, Mikilvægasti maður í heimi / Alltaf meir / Grænir frostpinnar. Þokkalegt.

07.12.02    Grand Rokk, Rvk
Skrall með Innvortis. Spilum: Eftir 100 ár / Gúmmílak / Má ég vera með þér / Heimsk ást / T / Öndú / Homo sapiens / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Alltaf meir / Öxnadalsheiði / Grænir frostpinnar / Mikilvægasti maður í heimi / Kviðmágar / Rabbit / Boston / Mónakó / Ástfangi + Stóri hvellur / Nýtt líf nr. 107 & 112 / Stillansar / Helmút á mótorhjóli / Leðurskipið Víma / I´m Box. Ágætis sveifla á mannskapnum og Orri góður á kerfinu. 106 borga sig inn (106x500 = 53.000 --> 20.000 æfinarhúsnæði, 5000 Orri, 5000 pítza, 5750 á kjaft - ekki amaleg næturvinna það. Ef skatturinn er að lesa þetta þá er ekkert að marka þetta.)

03.08.02    Innipúkinn 2002, Iðnó, Rvk
Innipúkinn 2002 var svar okkar flotta fólksins við plebbisma útihátíðanna og vel var tekið undir: um 400 manns lögðu leið sína á Púkann, enda plögg í meira lagi. Dj Talnapúki, Phil Stadium, Hellvar, Thayer Thayer Thorsteinsson, Músikvatur, Trabant, Singapore Sling og Rúnk sjá um stuðið auk oss. Er orðinn full heilalaus vegna drykkju þegar á svið er komið, enda eins gott því sánd er hörmung. Adda Rokk setur einnig strik í þennan reikning með því að gaula með mér í míkrófón hálft prógrammið. Ekki virtust gestir þó á öðru máli en að stuðið hafi ríkt og var vel tekið í Alltaf meir / Stóri hvellur / Fyrir 100 árum / Kviðmágar / Mikilvægasti maður í heimi / Nýtt líf #107 & 112 / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Eftir 100 ár / Öxnadalsheiði / T / I'm box / Boston / Grænir frostpinnar / Ástfangi + Öndú / Helmút á mótorhjóli.

05.07.02    Viðey 2002, Rvk
Við, Gummi, Grímur og Kristján höfum æft síðan í maí og loks getum við opinberað okkur. Rúnkið átti sér draum um Viðey og Dr. Gunni átti inni í þeim draum. Á Viðey2002 sáu einnig Rassi Prump, Phil Stadium og Dj Talnapúki um stuðið. Vorum mættir með ferju kl. 3 og dröslumst í Viðeyjarstofuna, sem er hálfgert gróðurhús, en í stærra lagi. Eitt stórfenglegasta bakkdropp sem ég hef spilað í dag: Engey og sjórinn. Fáum versta fokking veður í sumar. Það hrúgast þó jafnt og þétt inn með ferjunni og eru um 200 manns í ýkt hressum gír mættir þegar upp er staðið. Ekki verður annað sagt að þetta hafi tekist þokkalega hjá okkur og mátti sjá gamla rokkjálka hneggja af gleði í bland við unga skítugu stráka sem hafa líklega ekki farið í sturtu síðan á síðustu Rasskildu. Yndislega gaman að því. Lög: Stóri hvellur / Fyrir 100 árum / Ímelda Markos / Konurnar í lífi Errós / Boston / Nýtt líf #107 og 112 / Mikilvægasti maður í heimi / Eftir 100 ár / T / Öxnadalsheiði / Kviðmágar + Stillansar / Helmút á mótorhjóli.